Tíu ár frá því Kiel kláraði fullkomið tímabil: „Þeir voru alveg að bugast á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 15:01 Alfreð Gíslason messar yfir stuðningsmönnum Kiel á ráðhústorginu í borginni. getty/Martin Rose Í dag, 2. júní, eru tíu ár síðan Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kórónaði fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Gummersbach. Aron Pálmarsson lék með Kiel á þessum tíma. Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira