„Get verið ung og efnileg aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 08:30 Lovísa Thompson er á leið út í atvinnumennsku. Stöð 2 Lovísa Thompson, ein besta handboltakona landsins, er á leið út fyrir landsteinana og mun leika með Ringkøbing í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira