Ráðherra stoltur af afrekum vinkvenna sinna í Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 16:31 Karen og Stella stóðu í ströngu um helgina. Vísir/Hulda Margrét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt að því virðist með Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta. Tvær af vinkonum hennar voru í liði Fram sem hampaði á endanum titlinum. Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira