Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson. Vísir/Hulda Margrét „Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn. „Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
„Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira