Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:00 Jimmy Butler og Jayson Tatum fóru fyrir sínum liðum í nótt. Andy Lyons/Getty Images Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira