Ósakhæfur = eilífðar fangelsi? Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 16:01 Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun