Arnar Freyr gengur til liðs við Stjörnuna frá KA þar sem hann hefur leikið undanfarið ár.
Arnar er vinstri hornamaður og mun því að öllum líkindum leysa Dag Gautason af hólmi sem snýr aftur til KA eftir tveggja ára veru hjá Stjörnunni.
„Í gegnum árin hef ég fylgst með Arnari Frey spila og alltaf kunnað að meta hvernig hann spilar leikinn. Mikil orka og barátta sem skín í gegn inn á vellinum. Ég hlakka til að vinna með honum og veit að hann á eftir að standa sig vel í Garðabænum,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í tilkynningu á heimasíðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.