Sport

Fékk aftur bolta í höfuðið á 150 km/klst

Sindri Sverrisson skrifar
Kelsey Wingert fjallaði um leikinn í sjónvarpi en fékk svo risastóran skurð á ennið eftir að boltanum var slegið í hana.
Kelsey Wingert fjallaði um leikinn í sjónvarpi en fékk svo risastóran skurð á ennið eftir að boltanum var slegið í hana. Getty/Twitter/@KelsWingert

Kelsey Wingert, fréttakona AT&T SportsNet í Bandaríkjunum, er á batavegi eftir að hafa fengið bolta í höfuðið en talið er að boltinn hafi ferðast á 150 km/klst hraða.

Wingert var á hafnaboltaleik á milli Colorado Rockies og San Francisco Giants en hún fjallar um lið Rockies. Hún átti sér einskis ills von þegar boltinn var óvart sleginn í höfuð hennar.

Stór skurður myndaðist við höggið og blóð lak yfir andlitið en Wingert slapp við beinbrot og innri blæðingu. Wingert greindi frá því að hún hefði verið í fimm klukkutíma á sjúkrahúsi þar hún var saumuð saman.

Þetta er í annað sinn sem að Wingert fær boltann í andlitið á hafnaboltaleik því árið 2018 var hún að fjalla um lið Atlanta Braves fyrir Fox Sports South brotnaði bein í hægri augntóft þegar hún fékk boltann í sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.