„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði en leiguverð heldur áfram að hækka eftir nokkurn slaka árin 2019 og 2020. Tólf mánaða hækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist til að mynda 8,1 prósent í mars samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta lítur bara alveg skelfilega út og alveg ljóst að staða fólks á leigumarkaði er bara hrikalega erfið. Við erum að sjá fram á miklar hækkanir, bara út af verðbólgunni því að flest allir leigusamningar eru vísitölutryggðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar benti þó á það fyrr í vikunni að einhverjir væru að hækka leiguverð umfram vísitöluhækkanir. Alma íbúðafélag gekkst við því að einhverjir leigjendur hafi þurft að taka á sig hækkanir en félagið ákvað í fyrradag að frysta leiguverð út árið. Viðhorfsbreyting að eiga sér stað Annað stærsta leigufélagið, Heimstaden, hefur ekki verið að hækka leigu umfram verðlag í lengri tíma og frá því í janúar 2021 hafa allir fengið ótímabundinn verðtryggðan leigusamning. „Mér sýnist að það sé svona að verða einhvers konar viðhorfsbreyting og það er alveg ljóst út frá þessum yfirlýsingum, og að leigufélögin ætli sér ekki að hækka um fram vísitölu, að það sé alla vega merki um það að það sé meiri skilningur á stöðu þeirra viðskiptavina sem eiga viðskipti við þessi félög,“ segir Ragnar. Óvissan sé þó enn gríðarleg. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands fyrir árið 2021 búa um 28 prósent leigjanda við íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem miðað er við húsnæðiskostnaður nemi að minnsta kosti 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staðan fer nú aðeins versnandi. „Við erum bara svo rosalega aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði, það er bara neyðarástand og við því þarf að bregðast,“ segir Ragnar. Með allt sem til þarf Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs lagði fram sínar tillögur um umbætur á húsnæðismarkaði í vikunni og var þar meðal annars kveðið á um aukið húsnæðisöryggi með því að tryggja framboð íbúa á viðráðanlegu verði, bæði til eignar og leigu. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að fara eftir tillögunum, enda staðan óviðunandi. Ragnar bendir þó á að þetta sé annar starfshópurinn á tiltölulega skömmum tíma og að nú sé tími á efndir. „Ég kalla bara eftir samstilltu átaki allra aðila, bretta upp ermar, byrja að byggja og framleiða húsnæði, og láta verkin tala, en ekki senda þetta í endalausar nefndir,“ segir Ragnar. Þó mikið verk sé fyrir höndum er hann bjartsýnn. „Við erum með allt sem til þarf en það þarf bara að sameina þessa krafta og ef okkur tekst það og það er raunverulegur vilji hjá stjórnvöldum fyrir hendi, þá getum við gert stórkostlega hluti,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði en leiguverð heldur áfram að hækka eftir nokkurn slaka árin 2019 og 2020. Tólf mánaða hækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist til að mynda 8,1 prósent í mars samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta lítur bara alveg skelfilega út og alveg ljóst að staða fólks á leigumarkaði er bara hrikalega erfið. Við erum að sjá fram á miklar hækkanir, bara út af verðbólgunni því að flest allir leigusamningar eru vísitölutryggðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar benti þó á það fyrr í vikunni að einhverjir væru að hækka leiguverð umfram vísitöluhækkanir. Alma íbúðafélag gekkst við því að einhverjir leigjendur hafi þurft að taka á sig hækkanir en félagið ákvað í fyrradag að frysta leiguverð út árið. Viðhorfsbreyting að eiga sér stað Annað stærsta leigufélagið, Heimstaden, hefur ekki verið að hækka leigu umfram verðlag í lengri tíma og frá því í janúar 2021 hafa allir fengið ótímabundinn verðtryggðan leigusamning. „Mér sýnist að það sé svona að verða einhvers konar viðhorfsbreyting og það er alveg ljóst út frá þessum yfirlýsingum, og að leigufélögin ætli sér ekki að hækka um fram vísitölu, að það sé alla vega merki um það að það sé meiri skilningur á stöðu þeirra viðskiptavina sem eiga viðskipti við þessi félög,“ segir Ragnar. Óvissan sé þó enn gríðarleg. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands fyrir árið 2021 búa um 28 prósent leigjanda við íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem miðað er við húsnæðiskostnaður nemi að minnsta kosti 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staðan fer nú aðeins versnandi. „Við erum bara svo rosalega aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði, það er bara neyðarástand og við því þarf að bregðast,“ segir Ragnar. Með allt sem til þarf Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs lagði fram sínar tillögur um umbætur á húsnæðismarkaði í vikunni og var þar meðal annars kveðið á um aukið húsnæðisöryggi með því að tryggja framboð íbúa á viðráðanlegu verði, bæði til eignar og leigu. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að fara eftir tillögunum, enda staðan óviðunandi. Ragnar bendir þó á að þetta sé annar starfshópurinn á tiltölulega skömmum tíma og að nú sé tími á efndir. „Ég kalla bara eftir samstilltu átaki allra aðila, bretta upp ermar, byrja að byggja og framleiða húsnæði, og láta verkin tala, en ekki senda þetta í endalausar nefndir,“ segir Ragnar. Þó mikið verk sé fyrir höndum er hann bjartsýnn. „Við erum með allt sem til þarf en það þarf bara að sameina þessa krafta og ef okkur tekst það og það er raunverulegur vilji hjá stjórnvöldum fyrir hendi, þá getum við gert stórkostlega hluti,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent