„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði en leiguverð heldur áfram að hækka eftir nokkurn slaka árin 2019 og 2020. Tólf mánaða hækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist til að mynda 8,1 prósent í mars samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta lítur bara alveg skelfilega út og alveg ljóst að staða fólks á leigumarkaði er bara hrikalega erfið. Við erum að sjá fram á miklar hækkanir, bara út af verðbólgunni því að flest allir leigusamningar eru vísitölutryggðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar benti þó á það fyrr í vikunni að einhverjir væru að hækka leiguverð umfram vísitöluhækkanir. Alma íbúðafélag gekkst við því að einhverjir leigjendur hafi þurft að taka á sig hækkanir en félagið ákvað í fyrradag að frysta leiguverð út árið. Viðhorfsbreyting að eiga sér stað Annað stærsta leigufélagið, Heimstaden, hefur ekki verið að hækka leigu umfram verðlag í lengri tíma og frá því í janúar 2021 hafa allir fengið ótímabundinn verðtryggðan leigusamning. „Mér sýnist að það sé svona að verða einhvers konar viðhorfsbreyting og það er alveg ljóst út frá þessum yfirlýsingum, og að leigufélögin ætli sér ekki að hækka um fram vísitölu, að það sé alla vega merki um það að það sé meiri skilningur á stöðu þeirra viðskiptavina sem eiga viðskipti við þessi félög,“ segir Ragnar. Óvissan sé þó enn gríðarleg. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands fyrir árið 2021 búa um 28 prósent leigjanda við íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem miðað er við húsnæðiskostnaður nemi að minnsta kosti 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staðan fer nú aðeins versnandi. „Við erum bara svo rosalega aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði, það er bara neyðarástand og við því þarf að bregðast,“ segir Ragnar. Með allt sem til þarf Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs lagði fram sínar tillögur um umbætur á húsnæðismarkaði í vikunni og var þar meðal annars kveðið á um aukið húsnæðisöryggi með því að tryggja framboð íbúa á viðráðanlegu verði, bæði til eignar og leigu. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að fara eftir tillögunum, enda staðan óviðunandi. Ragnar bendir þó á að þetta sé annar starfshópurinn á tiltölulega skömmum tíma og að nú sé tími á efndir. „Ég kalla bara eftir samstilltu átaki allra aðila, bretta upp ermar, byrja að byggja og framleiða húsnæði, og láta verkin tala, en ekki senda þetta í endalausar nefndir,“ segir Ragnar. Þó mikið verk sé fyrir höndum er hann bjartsýnn. „Við erum með allt sem til þarf en það þarf bara að sameina þessa krafta og ef okkur tekst það og það er raunverulegur vilji hjá stjórnvöldum fyrir hendi, þá getum við gert stórkostlega hluti,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði en leiguverð heldur áfram að hækka eftir nokkurn slaka árin 2019 og 2020. Tólf mánaða hækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist til að mynda 8,1 prósent í mars samkvæmt nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta lítur bara alveg skelfilega út og alveg ljóst að staða fólks á leigumarkaði er bara hrikalega erfið. Við erum að sjá fram á miklar hækkanir, bara út af verðbólgunni því að flest allir leigusamningar eru vísitölutryggðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar benti þó á það fyrr í vikunni að einhverjir væru að hækka leiguverð umfram vísitöluhækkanir. Alma íbúðafélag gekkst við því að einhverjir leigjendur hafi þurft að taka á sig hækkanir en félagið ákvað í fyrradag að frysta leiguverð út árið. Viðhorfsbreyting að eiga sér stað Annað stærsta leigufélagið, Heimstaden, hefur ekki verið að hækka leigu umfram verðlag í lengri tíma og frá því í janúar 2021 hafa allir fengið ótímabundinn verðtryggðan leigusamning. „Mér sýnist að það sé svona að verða einhvers konar viðhorfsbreyting og það er alveg ljóst út frá þessum yfirlýsingum, og að leigufélögin ætli sér ekki að hækka um fram vísitölu, að það sé alla vega merki um það að það sé meiri skilningur á stöðu þeirra viðskiptavina sem eiga viðskipti við þessi félög,“ segir Ragnar. Óvissan sé þó enn gríðarleg. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands fyrir árið 2021 búa um 28 prósent leigjanda við íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem miðað er við húsnæðiskostnaður nemi að minnsta kosti 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staðan fer nú aðeins versnandi. „Við erum bara svo rosalega aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði, það er bara neyðarástand og við því þarf að bregðast,“ segir Ragnar. Með allt sem til þarf Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs lagði fram sínar tillögur um umbætur á húsnæðismarkaði í vikunni og var þar meðal annars kveðið á um aukið húsnæðisöryggi með því að tryggja framboð íbúa á viðráðanlegu verði, bæði til eignar og leigu. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að fara eftir tillögunum, enda staðan óviðunandi. Ragnar bendir þó á að þetta sé annar starfshópurinn á tiltölulega skömmum tíma og að nú sé tími á efndir. „Ég kalla bara eftir samstilltu átaki allra aðila, bretta upp ermar, byrja að byggja og framleiða húsnæði, og láta verkin tala, en ekki senda þetta í endalausar nefndir,“ segir Ragnar. Þó mikið verk sé fyrir höndum er hann bjartsýnn. „Við erum með allt sem til þarf en það þarf bara að sameina þessa krafta og ef okkur tekst það og það er raunverulegur vilji hjá stjórnvöldum fyrir hendi, þá getum við gert stórkostlega hluti,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59