Handbolti

„Gerðum mikið af klaufa­legum mis­tökum“

Andri Már Eggertsson skrifar
Ágúst Jóhannsson í leik kvöldsins.
Ágúst Jóhannsson í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

Valur tapaði fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fram með einu marki 28-27. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ósáttur með tæknifeila Vals í kvöld.

„Mér fannst við gera okkur seka um ótrúlega tæknifeila oft á tíðum. Þegar við vorum að fá leikinn til okkar í yfirtölu þá töpuðum við tveimur boltum og í stað þess að komast tveimur mörkum yfir voru við sjálfum okkur verstar,“ sagði Ágúst afar svekktur eftir leik.

Þrátt fyrir brösótta byrjun Vals sagði Ágúst að vörn Fram hafi ekki komið sér á óvart.

„Vörn Fram kom okkur ekki á óvart. Við undirbjuggum okkur fyrir allar varnarútfærslur Fram. Þær spiluðu sömu vörn á okkur í síðasta leik svo þetta kom okkur ekki á óvart.“

Þegar tæplega þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 26-26. Fram skoraði þá tvö mörk í röð sem á endanum vann leikinn. 

„Við gerðum okkur seka um klaufaleg mistök á báðum endum vallarins. Skotnýtingin var ekki nógu góðu heldur en mér fannst þetta frábær handboltaleikur og góð auglýsing fyrir kvennahandboltann og munum mæta af fullum krafti í næsta leik.“

Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að eins marks tap í fyrsta leik muni sitja í hans stelpum sem munu mæta tilbúnar í næsta leik á mánudaginn.

„Ég er auðvitað fúll eftir þennan leik en við munum rífa okkur upp og munum við mæta af fullum krafti á mánudaginn,“ sagði Ágúst að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.