„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 12:01 Stiven Valencia hefur farið á kostum með ógnarsterku liði Vals og stefnir á atvinnumennsku og landsliðið. Stöð 2 Sport Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar. Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16
Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11