Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 12:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, hér með Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Stjórmálaprófessor telur Viðreisn vera með fleiri möguleika en aðrir á þátttöku í meirihlutasamstarfi. Vísir/Vilhelm Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17