Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 07:31 Luka Doncic hélt sínum mönnum í Dallas Mavericks á tánum og mótherjunum í Phoenix Suns við efnið í oddaleiknum. Getty/Christian Petersen Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn?
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira