Handbolti

Bjarki skoraði átta í naumum sigri | Magdeburg nálgast titilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins í dag.
bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins í dag. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson fór fyrir liði Lemgo sem vann nauman þriggja marka sigur gegn Stuttgart og Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamikill í sigri Magdeburg gegn Melsungen.

Bjarki Már og félagar í Lemgo hafa nú unnið þrjá leiki í röð og eru að rétta sinn hlut eftir erfiðar vikur í deildinni. Liðið vann nauman þriggja marka sigur gegn Stuttgart, 33-30, en Bjarki Már var markahæsti maður vallarins með átta mörk.

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson leika með Stuttgart. Viggó skoraði tvö mörk fyrir liðið en Andri Már komst ekki á blað.

Þá vann Magdeburg góðan sjö marka sigur gegn Melsungen, 33-26, og er liðið nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.

Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik fyrir Magdeburg og skoraði fimm mörk og liðsfélagi hans, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt.

Í liði Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×