Loftslagsmál og bættar samgöngur í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 13. maí 2022 18:01 Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun