Jafnrétti í Hafnarfjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar