Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2022 09:27 Oddvitarnir átta ásamt þáttastjórnanda. vísir/vilhelm Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent