Íslandsbanki hafi ekki hækkað vexti eins hratt og Seðlabankinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn hafi ekki hækkað vexti í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu misseri. Hún er bjartsýn á að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum húsnæðislána en um sextíu prósent þeirra eru á föstum vöxtum til nokkurra ára. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár. Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár.
Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30