Hver er framtíð án mín Arnar Hólm Einarsson skrifar 9. maí 2022 15:30 Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar