Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 12:15 Sólveig Anna segir að nú stefni í algjört neyðarástand á leigumarkaði. Stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast við þeirri vá. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu. Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira