Garðabær fyrir öll – líka fötluð Árni Björn Kristjánsson skrifar 8. maí 2022 14:30 Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Garðabær Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar