Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 14:30 Svali Björgvinsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda í dag. S2 Sport Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira