Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 12:01 Luis Diaz og Christian Eriksen hafa báðir komið frábærlega inn hjá sínum félögum eftir að þeir komu í janúarglugganum. Getty/Eric Alonso Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar. ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira