Handbolti

Enn einn sigurinn hjá læri­sveinum Guð­jóns Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach.
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach. Twitter@vfl_gummersbach

Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann enn einn leikinn í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að liðið vinni sér ekki inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Gummersbach heimsótti Dormagen sem er í bullandi fallhætti í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en toppliðið leiddi á endanum með einu marki er liðin gengu til búningsherbergja, staðan þá 14-15.

Í síðari hálfleik reyndist Gummersbach svo sterkara og fór það svo að lærisveinar Guðjóns Vals unnu leikinn með sex marka mun, lokatölur 30-36. Elliði Snær Vignisson skoraði 5 mörk og gaf 3 stoðsendingar fyrir Gummersbach.

Gummersbach er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar toppliðin tvö eiga sjö leiki eftir. Tíu stig eru svo niður í 3. sætið sem á leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.