Það er ekki gott að búa í Kópavogi – fyrir aldraða Kristín Sævarsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:01 Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun