Nexe vann fyrri leik liðanna með fimm marka mun, 32-27, og einvígið því samanlagt 69-64.
Viktor Gísli og félagar fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn í kvöld og náðu mest fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik. Gestirnir voru hins vegar fljótir að vinna upp það forskot og sáu til þess að GOG komst aldrei aftur almennilega inn í einvígið.
Viktor Gísli náði sér ekki á strik í markinu og varði fimm skot af þeim 28 sem hann fékk á sig, en það gerir tæplega 18 prósent hlutfallsmarkvörslu.