Jafnrétti – bara hálfa leið? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar