Viðskipti innlent

María Fjóla tekur við for­mennsku í SFV

Atli Ísleifsson skrifar
María Fjóla Harðardóttir.
María Fjóla Harðardóttir. SFV

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, var kjörin formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær.

María Fjóla tekur við stöðunni af Birni Bjarka Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Brákarhlíðar, sem lætur nú af störfum sem formaður eftir tíu ára starf í stjórn SFV.

Í tilkynningu kemur fram að ný stjórn samtakanna sé þannig skipuð:

  • Ásgerður Björnsdóttir, SÁÁ
  • Halla Thoroddsen, Sólvangur
  • Karl Óttar Einarsson, Grundarheimilin
  • Kjartan Kjartansson, Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili
  • María Fjóla Harðardóttir, Hrafnista, formaður stjórnar
  • Sigurður Rúnar Sigurjónsson, Eir, Hamrar og Skjól
  • Vilborg Gunnarsdóttir, Alzheimersamtökin

Um SFV segir að samtökin séu hagsmunasamtök í velferðarþjónustu sem hafi það að markmiði að gæta hagsmuna og efla samstarf milli aðildarfélaganna, að stuðla að árangursríku samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og aðra þá sem starfi í heilbrigðisþjónustu og stuðla að framförum og þróun í starfsemi aðildarfélaganna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.