Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:29 Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56