Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten þurfa að snúa tveggja marka forystu Wisla Plock við á útivelli.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten þurfa að snúa tveggja marka forystu Wisla Plock við á útivelli. Getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten hafa verk að vinna eftir tveggja marka tap á heimavelli gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 33-31.

Jafnræði var með liðunum framan af leik, en gestirnir frá Póllandi tóku forystuna um miðjan fyrri hálfleikinn. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en heimamenn í Kadetten skoruðu seinustu þrjú mörk fyrri hálfleiksins og staðan var 18-19 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir í Wisla Plock náðu aftur upp góðu forskoti snemma í síðari hálfleik og voru fljótt komnir með sex marka forystu. Þrátt fyrir góðan endasprett leikmanna Kadetten tókst þeim ekki að brúa bilið og niðurstaðan varð tveggja marka útisigur Wisla Plock, 33-31.

Aðalsteinn og lærisveinar hans í Kadetten þurfa því að snúa taflinu við þegar liðin mætast í Póllandi, en síðari leikur liðanna fer fram eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×