Okkar samfélag - Álftanes Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 26. apríl 2022 13:31 Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun