Körfubolti

Mótherjar nýliðanna úr Njarðvík ráða ekkert við hina mögnuðu Collier

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aliyah Collier átti enn einn súperleikinn á Ásvöllum í gær.
Aliyah Collier átti enn einn súperleikinn á Ásvöllum í gær. Vísir/Bára Dröfn

Njarðvíkurkonur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Enn á ný réðu Haukakonur ekkert við hina mögnuðu bandarísku körfuboltakonu Aliyuh Collier.

Aliyah Collier var með 38 stig, 20 fráköst og 12 fiskaðar villur í gær en hún nýtti úr sextíu prósent þriggja stiga skotnýtingu og setti niður fimmtán af átján vítum sínum.

Það er ljóst á gengi Njarðvíkur og tölfræði Collier að til að stoppa Njarðvíkurliðið þarf að hægja á henni. Það hefur gengið mjög illa hjá andstæðingunum í þessari úrslitakeppni og fyrir vikið hefur Njarðvík unnið fimm af sjö leikjum sínum í henni.

Collier varð fyrsta konan í sögu lokaúrslita kvenna til að ná 30-20 leik í fyrsta leiknum í einvíginu á móti Haukum og endurtók leikinn í gærkvöldi. Hún er með 45 framlagsstig að meðaltali í leikjunum tveimur á Ásvöllum í lokaúrslitunum.

Collier hefur verið með 37 framlagsstig eða fleiri í öllum sigurleikjum Njarðvíkurliðsins í úrslitakeppninni en í tapleikjunum hefur nú verið með 25 eða færri framlagsstig. Það leynir sér ekki að Njarðvíkurkonur þurfa á stórleik að halda frá henni og Collier er að líka að skila þeim á stærsta sviðinu.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á tölfræði Aliyah Collier í sigur- og tapleikjum Njarðvíkurliðsins í þessari úrslitakeppni.

  • Framlag Aliyah Collier í sigurleikjum Njarðvíkur í úrslitakeppninni:
  • 38 framlagsstig í sigri í leik tvö á móti Fjölni í undanúrslitum
  • (29 stig, 18 fráköst, 6 stolnir, 4 stoðsendingar)
  • 37 framlagsstig í sigri í leik þrjú á móti Fjölni í undanúrslitum
  • (19 stig, 17 fráköst, 4 stolnir, 4 stoðsendingar)
  • 41 framlagsstig í sigri í leik fjögur á móti Fjölni í undanúrslitum
  • (21 stig, 24 fráköst, 7 stoðsendingar, 5 stolnir)
  • 46 framlagsstig í sigri í leik eitt á móti Haukum í lokaúrslitum
  • (31 stig, 20 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolnir)
  • 44 framlagsstig í sigri í leik þrjú á móti Haukum í lokaúrslitum
  • (38 stig, 20 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolnir)
  • -
  • Framlag Aliyah Collier í tapleikjum Njarðvíkur í úrslitakeppninni:
  • 25 framlagsstig í tapi í leik eitt á móti Fjölni í undanúrslitum
  • (14 stig, 23 fráköst, 4 stolnir, 4 stoðsendingar)
  • 24 framlagsstig í tapi í leik tvö á móti Haukum í undanúrslitum
  • (21 stig, 13 fráköst, 6 stolnir, 5 stoðsendingar)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×