Handbolti

Elvar frá næstu mánuðina vegna axlarmeiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn Jónsson snýr ekki aftur á völlinn fyrr en næsta haust.
Elvar Örn Jónsson snýr ekki aftur á völlinn fyrr en næsta haust. vísir/hulda margrét

Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næstu fimm mánuðina vegna axlarmeiðsla.

Selfyssingurinn meiddist í fyrri leik Íslands og Austurríkis í umspili um sæti á HM 13. apríl. Vegna þeirra gat hann ekki tekið þátt í seinni leiknum. Ísland vann einvígið með samtals tólf marka mun, 68-56.

Við nánari skoðun kom í ljós að Elvar skaddaðist í kringum axlarliðinn og þarf að fara í aðgerð. Hann hefur lokið leik á þessu tímabili og missir einnig af byrjun næsta tímabils. Þetta kemur fram á heimasíðu Melsungen.

Elvar er á sínu öðru tímabili hjá Melsungen sem er í 8. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Hjá Melsungen leikur Elvar með Alexander Petersson og Arnari Frey Arnarssyni.

Elvar, sem er 24 ára, hefur leikið 52 landsleiki og verið með á síðustu fjórum stórmótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×