Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. apríl 2022 09:00 Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Um er að ræða dæmi um hvernig við Píratar vinnum. Við erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem ganga þvert á okkar kjarnaprinsipp hvort sem það varðar loftslagsmál eða baráttuna gegn spillingu. Á dögunum upphófst lífleg umræða í kringum þráð á Twitter þar sem bent var á umferðarskilti sem plantað hafði verið beint ofan í splunkunýjan hjólastíg í Borgartúni gegnt Snorrabraut, skilti sem er til þess fallið að setja öryggi hjólandi vegfarenda í hættu og valda óþægindum við umferð þeirra. Staðsetning skiltisins er augljóslega vanhugsuð og þarf að endurskoða. Er þetta því miður dæmi um regluleg tilvik þar sem græn skipulagsstefna meirihlutans í Reykjavík nær ekki nægilega vel fram að ganga við framkvæmd. Dóra Björt og skiltið. Hún segir að staðsetningin sé augljóslega vanhugsuð.Aðsend Það er varhugavert að það sé háð einstaka kjörnum fulltrúa eða verkefnastjóra hvers verkefnis hversu langt metnaðurinn nær. Við erum með stefnuna í grænu og framsýnu aðalskipulagi og það verður að nýta gagnsæjar leiðir til að tryggja að hún nái fram að ganga, alla leið. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu Pírata er kveðið á um að ,,samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi”. Þessi skýra umgjörð snúi að þáttum sem ekki sé vikið frá við hönnun borgarlands og hvað varðar gæði byggðar. Þetta markmið er tilkomið í stefnu Pírata út af svona tilfellum þar sem græna hugsjónin hefur náð of skammt við framkvæmd þrátt fyrir metnaðarfulla stefnu í aðalskipulagi. Slíkur skýr rammi ætti að ávarpa að við hönnun svæða sé fyrst ákveðið hvernig best er fyrir gangandi og hjólandi að komast um. Að kveðið sé á um lágmarksbreidd óskerts göngu- og hjólarýmis án skiltunar eða götugagna á gangstéttum og hjólastígum og um hámarksbreidd bílagatna og takmarkaðan beygjuradíus til að tryggja hægfara borgarumferð. Að hjólastígar skuli ekki hlykkjast nema í algjörum neyðartilvikum. Að þar sem þurfi að koma fyrir bílastæðum sé alltaf fyrst reynt að leysa þau með í fyrsta lagi sem fæstum stæðum, þá miðlægum bílahúsum sem styðji þó við tengslamyndun og lýðheilsu innan hverfa, þar á eftir bílakjöllurum og einungis sé gripið til bílastæða á yfirborði ef nauðsyn krefur með sérstökum rökstuðningi. Tryggð sé næg jarðvegsþykkt á bílakjöllurum svo ávallt sé nægur gróður og ekki komi fyrir annað Hafnartorgstilfelli þar sem einungis er hægt að bjóða upp á gróður í kerjum. Að hjólageymslur séu aðgengilegar sem næst inngöngum húsa en ekki grafin lengst ofan í niðurgrafin hyldýpi. Og ég gæti haldið lengi áfram. Þessi upptöldu atriði sem þyrfti að ávarpa innan svona ramma hljóma kannski eins og smáatriði en þetta eru sannarlega atriði sem skilja milli meginkjarna borgar þar sem ríkir raunverulegt valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur og svo borgar þar sem bíllaus lífsstíll er krúttlegt jaðarsport fólks sem nennir að leggja á sig allskonar vesen. Ef við ætlum að skapa alvöru tækifæri til þess að sleppa því að nota einkabílinn til ferða í daglegu lífi þá verður að ganga alla leið. Við Píratar teljum okkur vita hvernig og höfum sett það í stefnuna okkar fyrir kosningarnar. Næsta skref er að koma því í meirihlutasáttmála ef borgarbúar kjósa að styðja okkur. Við myndum aldrei sætta okkur við að staðsetja þetta skilti á miðri götunni. Af hverju þá að staðsetja það á miðjum hjólastíg? Píratar gera kröfu um fyrsta flokks hjólastíga og fyrsta flokks borgarhönnun vegna þess að það er það sem fólk á skilið. Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál, þar sem stefna er ekki bara orð á blaði heldur stendur fyrir raunverulegar gjörðir. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Um er að ræða dæmi um hvernig við Píratar vinnum. Við erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem ganga þvert á okkar kjarnaprinsipp hvort sem það varðar loftslagsmál eða baráttuna gegn spillingu. Á dögunum upphófst lífleg umræða í kringum þráð á Twitter þar sem bent var á umferðarskilti sem plantað hafði verið beint ofan í splunkunýjan hjólastíg í Borgartúni gegnt Snorrabraut, skilti sem er til þess fallið að setja öryggi hjólandi vegfarenda í hættu og valda óþægindum við umferð þeirra. Staðsetning skiltisins er augljóslega vanhugsuð og þarf að endurskoða. Er þetta því miður dæmi um regluleg tilvik þar sem græn skipulagsstefna meirihlutans í Reykjavík nær ekki nægilega vel fram að ganga við framkvæmd. Dóra Björt og skiltið. Hún segir að staðsetningin sé augljóslega vanhugsuð.Aðsend Það er varhugavert að það sé háð einstaka kjörnum fulltrúa eða verkefnastjóra hvers verkefnis hversu langt metnaðurinn nær. Við erum með stefnuna í grænu og framsýnu aðalskipulagi og það verður að nýta gagnsæjar leiðir til að tryggja að hún nái fram að ganga, alla leið. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu Pírata er kveðið á um að ,,samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi”. Þessi skýra umgjörð snúi að þáttum sem ekki sé vikið frá við hönnun borgarlands og hvað varðar gæði byggðar. Þetta markmið er tilkomið í stefnu Pírata út af svona tilfellum þar sem græna hugsjónin hefur náð of skammt við framkvæmd þrátt fyrir metnaðarfulla stefnu í aðalskipulagi. Slíkur skýr rammi ætti að ávarpa að við hönnun svæða sé fyrst ákveðið hvernig best er fyrir gangandi og hjólandi að komast um. Að kveðið sé á um lágmarksbreidd óskerts göngu- og hjólarýmis án skiltunar eða götugagna á gangstéttum og hjólastígum og um hámarksbreidd bílagatna og takmarkaðan beygjuradíus til að tryggja hægfara borgarumferð. Að hjólastígar skuli ekki hlykkjast nema í algjörum neyðartilvikum. Að þar sem þurfi að koma fyrir bílastæðum sé alltaf fyrst reynt að leysa þau með í fyrsta lagi sem fæstum stæðum, þá miðlægum bílahúsum sem styðji þó við tengslamyndun og lýðheilsu innan hverfa, þar á eftir bílakjöllurum og einungis sé gripið til bílastæða á yfirborði ef nauðsyn krefur með sérstökum rökstuðningi. Tryggð sé næg jarðvegsþykkt á bílakjöllurum svo ávallt sé nægur gróður og ekki komi fyrir annað Hafnartorgstilfelli þar sem einungis er hægt að bjóða upp á gróður í kerjum. Að hjólageymslur séu aðgengilegar sem næst inngöngum húsa en ekki grafin lengst ofan í niðurgrafin hyldýpi. Og ég gæti haldið lengi áfram. Þessi upptöldu atriði sem þyrfti að ávarpa innan svona ramma hljóma kannski eins og smáatriði en þetta eru sannarlega atriði sem skilja milli meginkjarna borgar þar sem ríkir raunverulegt valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur og svo borgar þar sem bíllaus lífsstíll er krúttlegt jaðarsport fólks sem nennir að leggja á sig allskonar vesen. Ef við ætlum að skapa alvöru tækifæri til þess að sleppa því að nota einkabílinn til ferða í daglegu lífi þá verður að ganga alla leið. Við Píratar teljum okkur vita hvernig og höfum sett það í stefnuna okkar fyrir kosningarnar. Næsta skref er að koma því í meirihlutasáttmála ef borgarbúar kjósa að styðja okkur. Við myndum aldrei sætta okkur við að staðsetja þetta skilti á miðri götunni. Af hverju þá að staðsetja það á miðjum hjólastíg? Píratar gera kröfu um fyrsta flokks hjólastíga og fyrsta flokks borgarhönnun vegna þess að það er það sem fólk á skilið. Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál, þar sem stefna er ekki bara orð á blaði heldur stendur fyrir raunverulegar gjörðir. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar