Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu þegar Magdeburg tryggði sig í bikarúrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi í eldlínunni í dag.
Ómar Ingi í eldlínunni í dag. vísir/Getty

Íslendingalið Magdeburg er komið í bikarúrslit þýska handboltans eftir öruggan sigur á Erlangen í undanúrslitum keppninnar í dag.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með Magdeburg, sem er besta lið Þýskalands um þessar mundir og þeir voru öflugir í dag.

Ómar Ingi var markahæsti leikmaður Magdeburg með sex mörk en næstur á eftir honum í markaskorun var Gísli Þorgeir með fimm mörk.

Leiknum lauk með átta marka sigri Magdeburg, 30-22, eftir að þeir leiddu leikinn með fjórum mörkum í leikhléi með sautján mörkum gegn þrettán mörkum Erlangen en Ólafur Stefánsson tók nýverið við sem aðstoðarþjálfari Erlangen.

Magdeburg mætir Kiel í úrslitum bikarkeppninnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×