Körfubolti

Sara Rún stiga­hæst í tapi í bronsviður­eigninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Alex Nicodim/Getty Images

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst er Phoenix Constanta tapaði með 13 stiga mun gegn Satu Mare í bronsviðureigninni í rúmensku deildinni.

Phoenix Constanta tapaði í undanúrslitum úrslitakeppni rúmensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta og keppir því um bronsið þar sem það virðist vera hefð fyrir því í Rúmeníu.

Eftir að tapa fyrsta leik liðanna þá mátti Phoenix þola tap á nýjan leik í dag, lokatölur 54-67 Satu Mare í vil.

Það er ekki hægt að segja að Sara Rún hafi ekki lagt sitt á vogarskálarnar en hún var næst stigahæst allra á vellinum og stigahæst í sínu liði. Skoraði hún 13 stig, tók 6 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.

Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og á Phoenix því enn möguleika þó litlir séu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×