Hannes þarf að gefa FIBA svör um þjóðarhöll fyrir mánaðarmót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 23:16 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þarf að gefa FIBA svar um þjóðarhöll á Íslandi innan tíu daga. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að hann þurfi að gefa Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA svar um gang mála um þjóðarhöll hér á landi innan tíu daga. Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“ Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira