Embiid mundar sópinn, samheldni Celtics sigraði einstaklingsgæði og DeRozan jafnaði metin gegn Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 11:00 Joel Embiid fagnar sigurkörfunni. NBA Það fóru þrír frábærir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. DeMar DeRozan var trylltur er Chicago Bulls jöfnuðu metin gegn meisturum Milwaukee Bucks. Boston Celtic komið 2-0 yfir gegn Brooklyn Nets og Joel Embiid kom Philadelphia 76ers 3-0 yfir gegn Toronto Raptors með flautuþrist í framlengdum leik. Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira