Burnout Barbie - nú fáanleg með lyfseðli Þorbjörg Marinósdóttir skrifar 20. apríl 2022 15:30 Ég var að keyra dætur mínar (3 og 7 ára) í skólann fyrir nokkrum vikum. Þær söngluðu í aftursætunum, lag úr Disney-kvikmyndinni Encanto á meðan lægðin refsaði bílrúðunum. Nokkuð hugguleg stund, við á góðum tíma og allt í merkilega góðu jafnvægi. Þangað til að heilinn á mér fór að greina orðaskilin. Í gegnum stormviðvörun og þreytuþokuna heyri ég yngra barnið söngla “æm so növes (I’m so nervous)” Ég hvái og lít á barnið sem brosir út að eyrum umkringd rósagylltum slöngulokum sem fá mig alltaf til að halda að einhver annar en hún hafi hrækt á stofugólfið (ítrekað). “Regína mín, hvað er Ronja að syngja?” Sú eldri útskýrir að hún sé að syngja lag sem fjalli um að ung stúlka í kólumbísku Disney myndinni geþekku sé alltaf með fjörfisk af streitu, hún sé svo hrædd um að bregðast fjölskyldunni og ef hún geti ekki gert það sem fjölskyldan ætlist til af henni sé hún ómerkileg. Já og tilgangslaus. Ég rek upp stór augu og finn lagið á Spotify strax á næstu ljósum. “ If I could shake the crushing weight of expectations Would that free some room up for joy Or relaxation, or simple pleasure? Instead we measure this growing pressure” Disney unglingsstúlkan hljómar eins og úttauguð kolvetnasvelt múltitask-móðir með Pinterest afmæli, fokhelt baðherbergi og stjórnarfund á lista dagsins. Hvað í fjandanum er að gerast? Af hverju er litla barnið mitt að syngja um streitu? Ég þurfti reyndar ekki að hugsa mjög langt til baka til að finna minn eiginn fjörfisk og taugatitring. 12 tíma vinnudagur og í framhaldinu þótti mér eðlilegt að föndra öskudagsbúning fram eftir nóttu. Fjörfiskurinn gerði það föndur mjög “frjálslegt.” Vondi karlinn gerði það Á síðustu árum er “vondi karlinn” í sífellt fleiri barnamyndum orðin að streitu og óeðlilegum væntingum sem kremja drauma aðalpersónunnar, fá hana til að efast um sitt eigið ágæti og finna til tilgangsleysis. Svona afreks- eða aflífunarlimbó. Aðeins nokkrum mánuðum áður en bleyjubarnið söng um taugaveiklun á leið í leikskólann höfðu þær systur sungið um aðra unga konu í kulnun á leið sinni í skólann. Þá grjóthörðu týpu þekkjum við flest. Barbie var og er umdeild fyrir að vera holdgervingur alls þess sem er að æskunni. Hún var svo óeðlileg elsku dúkkuhræið að ef hún væri alvöru manneskja gæti hún ekki gengið sökum óeðlilegra hlutfalla. Jæja, en framleiðendur Barbie ákváðu að gefa henni hrökkbrauð með 11% osti svo hún fékk á einhverjum timapunkti vott af lærum og allskonar starfstitla, húmor og allskyns. Ekki dugði það til svo að nú síðast fékk Barbie kulnun. Í nýjustu Barbie-myndinni City of Dreams finnur Barbie fyrir mikilli pressu í skóla og finnst hún ekki nægilega góð. Álagið er mikið og okkar grjótharða kona er að bugast. Lagstúfurinn sem dúllurnar sungu fyrir móður sína þann morguninn hljómaði svo: “Grind, grind, on my mind Work it, work it, double time Grind, grind, on my mind Never fall a step behind” Huggulegt, ekki satt! Þriggja ára dóttir mín var að syngja um frammistöðukvíða og tvöfaldar vaktir. Hvernig var svarthol ofurþreytu, þenslu, neyslu og keyrslu orðið að morgunsöngli fjölskyldunnar? Ætli Burnout Barbie fáist með sobril glasi, yfirvinnutímum og verkefnalista? Áríðandi drulla Metnaður er mikilvægur og ekki er allt stress slæmt. Að finna fyrir því að erfitt verkefni er í vændum og geta nýtt væga streitu til þess að setja undir sig hausinn og vinna markvisst getur verið fínt. Stórgott jafnvel. En ef “væg streita” er orðin að viðvarandi titringi í taugakerfinu á góðum degi þá stefnir ekki í gott. Ydda, skerpa, tálga taugakerfið. Work it, work it, double time! Við fullorðna fólkið eigum oft á tíðum erfitt með allar þessar kröfur og streituna sem fylgir. Kvíði, svefntruflanir og taugaveiklun. Börnin eru svo nátengd taugakerfi foreldrana að streitan verður bráðsmitandi. Hæfilegt kæruleysi útilokar ekki metnað. Dugnaður er dyggð en hlýja, þolinmæði og leyfi til að mistakast er mikilvægari. Við vitum þetta flest en samt þarf Barbie, börnin mín og kólumbísk unglingsstúlka með ofurkrafta að minna mig á að festast ekki í frjálsu falli niður í svarthol áríðandi drullu. Nú síðast bættist svo við Turning Red - nýjasta Disney kvikmyndin og þar náði frammistöðukvíðinn að skemma kynslóð eftir kynslóð. Áríðandi má ekki taka yfir mikilvægt. Þá fer öll orkan í að slökkva elda og þar á meðal eldinn í brjóstinu. Drauma, framtíðarsýn og lífsgæði. Hver er tilgangurinn með því að ala upp framúrskarandi kvíðasjúkling sem upplifir sig aldrei nógu góðan? Ég held ég verði að kjósa vonda seiðkarla og útlitsdýrkandi sturlaðar stjúpur frekar sem ógn í barnaefni heldur en streitu og kvíða. Ég get ekki sagt börnunum mínum að stærsta ógnin í kvikmynd kvöldsins sé ekki til ef hún lúrir í sjónvarpssófanum á milli okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þorbjörg Marinósdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var að keyra dætur mínar (3 og 7 ára) í skólann fyrir nokkrum vikum. Þær söngluðu í aftursætunum, lag úr Disney-kvikmyndinni Encanto á meðan lægðin refsaði bílrúðunum. Nokkuð hugguleg stund, við á góðum tíma og allt í merkilega góðu jafnvægi. Þangað til að heilinn á mér fór að greina orðaskilin. Í gegnum stormviðvörun og þreytuþokuna heyri ég yngra barnið söngla “æm so növes (I’m so nervous)” Ég hvái og lít á barnið sem brosir út að eyrum umkringd rósagylltum slöngulokum sem fá mig alltaf til að halda að einhver annar en hún hafi hrækt á stofugólfið (ítrekað). “Regína mín, hvað er Ronja að syngja?” Sú eldri útskýrir að hún sé að syngja lag sem fjalli um að ung stúlka í kólumbísku Disney myndinni geþekku sé alltaf með fjörfisk af streitu, hún sé svo hrædd um að bregðast fjölskyldunni og ef hún geti ekki gert það sem fjölskyldan ætlist til af henni sé hún ómerkileg. Já og tilgangslaus. Ég rek upp stór augu og finn lagið á Spotify strax á næstu ljósum. “ If I could shake the crushing weight of expectations Would that free some room up for joy Or relaxation, or simple pleasure? Instead we measure this growing pressure” Disney unglingsstúlkan hljómar eins og úttauguð kolvetnasvelt múltitask-móðir með Pinterest afmæli, fokhelt baðherbergi og stjórnarfund á lista dagsins. Hvað í fjandanum er að gerast? Af hverju er litla barnið mitt að syngja um streitu? Ég þurfti reyndar ekki að hugsa mjög langt til baka til að finna minn eiginn fjörfisk og taugatitring. 12 tíma vinnudagur og í framhaldinu þótti mér eðlilegt að föndra öskudagsbúning fram eftir nóttu. Fjörfiskurinn gerði það föndur mjög “frjálslegt.” Vondi karlinn gerði það Á síðustu árum er “vondi karlinn” í sífellt fleiri barnamyndum orðin að streitu og óeðlilegum væntingum sem kremja drauma aðalpersónunnar, fá hana til að efast um sitt eigið ágæti og finna til tilgangsleysis. Svona afreks- eða aflífunarlimbó. Aðeins nokkrum mánuðum áður en bleyjubarnið söng um taugaveiklun á leið í leikskólann höfðu þær systur sungið um aðra unga konu í kulnun á leið sinni í skólann. Þá grjóthörðu týpu þekkjum við flest. Barbie var og er umdeild fyrir að vera holdgervingur alls þess sem er að æskunni. Hún var svo óeðlileg elsku dúkkuhræið að ef hún væri alvöru manneskja gæti hún ekki gengið sökum óeðlilegra hlutfalla. Jæja, en framleiðendur Barbie ákváðu að gefa henni hrökkbrauð með 11% osti svo hún fékk á einhverjum timapunkti vott af lærum og allskonar starfstitla, húmor og allskyns. Ekki dugði það til svo að nú síðast fékk Barbie kulnun. Í nýjustu Barbie-myndinni City of Dreams finnur Barbie fyrir mikilli pressu í skóla og finnst hún ekki nægilega góð. Álagið er mikið og okkar grjótharða kona er að bugast. Lagstúfurinn sem dúllurnar sungu fyrir móður sína þann morguninn hljómaði svo: “Grind, grind, on my mind Work it, work it, double time Grind, grind, on my mind Never fall a step behind” Huggulegt, ekki satt! Þriggja ára dóttir mín var að syngja um frammistöðukvíða og tvöfaldar vaktir. Hvernig var svarthol ofurþreytu, þenslu, neyslu og keyrslu orðið að morgunsöngli fjölskyldunnar? Ætli Burnout Barbie fáist með sobril glasi, yfirvinnutímum og verkefnalista? Áríðandi drulla Metnaður er mikilvægur og ekki er allt stress slæmt. Að finna fyrir því að erfitt verkefni er í vændum og geta nýtt væga streitu til þess að setja undir sig hausinn og vinna markvisst getur verið fínt. Stórgott jafnvel. En ef “væg streita” er orðin að viðvarandi titringi í taugakerfinu á góðum degi þá stefnir ekki í gott. Ydda, skerpa, tálga taugakerfið. Work it, work it, double time! Við fullorðna fólkið eigum oft á tíðum erfitt með allar þessar kröfur og streituna sem fylgir. Kvíði, svefntruflanir og taugaveiklun. Börnin eru svo nátengd taugakerfi foreldrana að streitan verður bráðsmitandi. Hæfilegt kæruleysi útilokar ekki metnað. Dugnaður er dyggð en hlýja, þolinmæði og leyfi til að mistakast er mikilvægari. Við vitum þetta flest en samt þarf Barbie, börnin mín og kólumbísk unglingsstúlka með ofurkrafta að minna mig á að festast ekki í frjálsu falli niður í svarthol áríðandi drullu. Nú síðast bættist svo við Turning Red - nýjasta Disney kvikmyndin og þar náði frammistöðukvíðinn að skemma kynslóð eftir kynslóð. Áríðandi má ekki taka yfir mikilvægt. Þá fer öll orkan í að slökkva elda og þar á meðal eldinn í brjóstinu. Drauma, framtíðarsýn og lífsgæði. Hver er tilgangurinn með því að ala upp framúrskarandi kvíðasjúkling sem upplifir sig aldrei nógu góðan? Ég held ég verði að kjósa vonda seiðkarla og útlitsdýrkandi sturlaðar stjúpur frekar sem ógn í barnaefni heldur en streitu og kvíða. Ég get ekki sagt börnunum mínum að stærsta ógnin í kvikmynd kvöldsins sé ekki til ef hún lúrir í sjónvarpssófanum á milli okkar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar