Hafnarfjörður – „Fegurri en fegursti fjörður í Kraganum“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. apríl 2022 00:02 Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun