Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 11. apríl 2022 11:30 Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra. Þetta elur á andúð á þolendum og ýtir undir að fólk sýni frekar samúð og stuðning með gerendum. Þolendur eru afmennskaðir á meðan gerendur eru mennskaðir. Fyrirsagnir og fjölmiðlaumfjöllun eru oft á tíðum villandi til að skapa fleiri smellur og til að kalla fram neikvæðar tilfinningar lesenda í garð þolenda, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Með þessum aðferðum er trúverðugleiki þolenda rýrður og ýtt er undir þolendaskömmun. Árið 2012 kærði 16 ára stelpa hópnauðgun í Bandaríkjunum sem fór fyrir dóm og fjölmiðlaumfjöllunin í kringum málið var vægast sagt skaðleg. Umfjöllunin einblíndi á samúð með gerendunum og ól á þolendaskömmun í garð þolanda. Fjölmiðlafólk sagði meðal annars að það væri svo erfitt að horfa upp á líf þessara tveggja drengja vera eyðilagt því þeir áttu svo efnilega framtíð og það alvarlegasta í málinu virtist vera að gerendurnir yrðu skráðir sem kynferðisafbrotamenn. Ýmsir fjölmiðlar lögðu áherslu á að þolandi hafi verið dauðadrukkin þegar henni var nauðgað og það var yfirleitt tekið fram í fyrstu setningum greinanna. Árið 2007 birtist drottningarviðtal við barnaníðinginn Jeffrey Epstein í kjölfar þess að hann var kærður til lögreglu árið 2005 fyrir barnaníð. Í pistlinum var farið fögrum orðum um Epstein en ekki svo fögrum orðum um þolendur hans. Þar var sagt að það væri ekki nema von að ungar stelpur vildu hann því hann væri nú svo fríður og bæri sig svo vel. Einnig var lögð áhersla á að vinir hans töldu að hann hafi orðið fyrir ofsóknum því hann væri svo ríkur. Það var sagt að stelpurnar hafi komið af fúsum og frjálsum vilja og verið samþykkar, hann jú borgaði þeim svo vel, hann væri svo sexy og að fullnægði þeirra þörfum. Í pistlinum má einnig finna klassíska aðferð sem notuð er til að gera þolendur ábyrga, ein af stelpunum hafi sagt Epstein að hún væri 18 ára en var raunverulega 14 ára og það væri nú ekki ólöglegt að sofa hjá 18 ára stelpum ásamt því að fjallað var um hversu tilfinningalega skemmdar þessar ungu stelpur hefðu verið. Þolendur Epstein fengu fyrst einhvern hljómgrunn í heimildaþáttunum Filthy Rich á netflix og Surviving Jeffrey Epstein sem komu út árið 2020, en þættirnir byggja á bók sem kom út árið 2016. Þar stigu meðal annars fram systurnar Maria og Annie Farmer en þær greindu frá því að hafa reynt að stíga fram opinberlega árið 2003 í grein hjá Vanity Fair. Það birtist vissulega grein um Epstein í blaðinu en hvergi var minnst á frásögn þeirra systra. Árið 2011 viðurkenndi blaðakonan sem skrifaði greinina að hún hafi ákveðið að taka sögur systranna úr greininni því hún vissi ekki hverjum hún ætti að trúa. Þær systur voru með fyrstu þolendum Epstein til þess að reyna stíga fram opinberlega og vekja athygli á ofbeldi hans en enginn hlustaði. Umræðan um barnaníð Epstein varð háværari eftir að hann var handtekinn árið 2019 en í mörgum greinum sem hafa verið skrifaðar í kjölfarið má finna skaðleg ummæli um þolendur hans á við “þolandi Epstein vældi í dómsal”, “þegar hún lenti í klónum á honum”, “naktar konur, unglingsstúlkur og nektarmyndir”, “þeim ungu stúlkum sem Epstein stundaði kynlíf með” og svo mætti lengi telja. Þessi orðræða er skaðleg, setur ábyrgðina yfir á þolendur hans, afmennskar þær og dregur úr alvarleika ofbeldisins sem hann beitti. Ef við færum okkur hingað til lands og tökum fyrir mál sem var á allra vörum um árabil getum við skoðað hvernig orðræðan í fjölmiðlum var í kringum þolendur sr. Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups. Árið 1996 steig fram hugrökk kona, Sigrún Pálína heitin. Hún skilaði skömminni til sr. Ólafs og kærði hann til siðanefndar Prestafélagsins fyrir tilraun til nauðgunar. Í kjölfarið stigu fleiri þolendur fram og greindu frá ofbeldinu sem þáverandi biskup hafði beitt þær. Biskup brást við á þá leið að segja að “hið illa gengi ljósum logum”, hið illa verandi að hans sögn þolendur hans en ekki hann sjálfur, há kristilegur maðurinn. Biskup fór einnig hina sívinsælu leið gerenda að kæra þolanda sinn fyrir rógburð. Þrautaganga Sigrúnar Pálínu stóð yfir í áratugi en hún greindi fyrst frá kynferðisbroti sr. Ólafs árið 1979 við þáverandi biskup. Sigrún fékk óþolendavæna útreið innan fjölmiðla á meðan gerandi hennar fékk drottningarviðtal í Kastljósi þar sem hann meðal annars líkti sjálfum sér við Jesús Krist og þær ofsóknir sem Kristur varð fyrir. Sigrúnu var gerður upp illur ásetningur því aldrei myndi prestur og hvað þá biskup brjóta á sóknarbarni sínu. Biskupsstofa fékk arftaka Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, til að véfengja orð þolanda og segja frásögnina ósanna. Það þarf ekki að taka fram það ofbeldi sem meðlimir hópsins hafa orðið fyrir í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð þegar kemur að umfjöllun um kynbundið ofbeldi og þolendur þess. Rannsóknir sýna að það hefur áhrif hvernig fjölmiðlar fjalla um ofbeldi því fólk á það til að skilgreina skoðanir sínar út frá upplýsingum sem þau fá frá fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina dregið upp slæma mynd af þolendum sem verður þess valdandi að almennur borgari sér þolendur á neikvæðan hátt. Rannsóknin Áfallasaga kvenna greinir frá því að konur á öllum aldri hafa orðið fyrir opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum í kjölfar þess að segja frá ofbeldi. Það voru alls 32.811 sem skráðu sig í rannsóknina, 40% þeirra höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni, líkamlegu eða kynferðislegu og 14% af þessum konum voru með áfallastreituröskun. Marktækt þýði sem endurspeglar íslenska kvenþjóð vel. Má þá nefna að þeir aldurshópar sem greindu mest frá opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum voru 26% kvenna á aldrinum 18 – 24 ára og 18% kvenna á aldrinum 25 – 29 ára. Að vera beitt ofbeldi er eitt, að vera í kjölfarið ekki trúað er annað áfall. Það er þá rétt hægt að ímynda sér áfallið þegar þolandi verður síðan fyrir aðför í fjölmiðlum í kjölfar þess að skila skömminni eftir óréttlæti. Samfélagið beitir þolendur ofbeldi, réttarkerfið stendur ekki með þolendum og er oft notað til að beita áframhaldandi ofbeldi. Fjölmiðlar grípa umræðuna og græða á sársauka þolenda með áframhaldandi ofbeldi. Á litla Íslandi eru mörg dæmi um konur sem hafa þurft að flýja land út af viðbrögðum samfélagsins og fjölmiðla sem er mikið áhyggjuefni. Guðný Jóna frá Húsavík varð fyrir miklu aðkasti þar sem samfélagið hóf undirskriftasöfnun sem var síðar meir birt í fjölmiðlum. Ung kona í blóma lífsins sem gerði ekkert annað en að skila skömminni og leita réttar síns eftir að brotið var á henni. Það sem konum er ítrekað sagt að gera en síðan skammaðar og beittar útskúfun fyrir í kjölfarið ef þær voga sér að gera það. Sama má segja um Sigrúnu Pálínu sem á endanum flúði einnig land. Hún gat ekki farið út á meðal almennings án þess að eiga í hættu að verða fyrir áreiti og að vera kölluð hóra. Hún varð fyrir morðhótunum, fólk beið í bílum fyrir utan húsið hennar og hennar biðu endalaus ljót skilaboð á símsvaranum. Ofsóknir í kjölfar þess að hún leitaði réttar síns. Ofsóknir sem fjórða valdið samþykkti og aðstoðaði við að beita. Þessar aðfarir og ofsóknir hafa ekki minnkað í gegnum árin og þolendur finna sig enn í þessum sporum, sérstaklega með komu netmiðla. Miðlar sem halda kommentakerfum sínum opnum og leyfa hatursorðræðu að líðast fyrir smellur og like. Þjáning þolenda borgar reikningana. Það er kominn tími til að þolendur fái sanngjarna og þolendavæna umfjöllun, það er kominn tími til að fjórða valdið taki ábyrgð á geri betur. Síðasti pistillinn í þessari seríu verða leiðbeiningar að þolendavænni umfjöllun. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga. Heimildir: The influence of media on views of gender Rape Culture, Victim Blaming, and the Role of media in the criminal justice system Jeffrey Epstein The first women to report Jeffrey Epstein Filthy rich Umfangsmikill níðhringur Epsteins Myndband af heimili Epsteins Normalization of violence against women Áfallasaga kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. 9. apríl 2022 09:01 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra. Þetta elur á andúð á þolendum og ýtir undir að fólk sýni frekar samúð og stuðning með gerendum. Þolendur eru afmennskaðir á meðan gerendur eru mennskaðir. Fyrirsagnir og fjölmiðlaumfjöllun eru oft á tíðum villandi til að skapa fleiri smellur og til að kalla fram neikvæðar tilfinningar lesenda í garð þolenda, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Með þessum aðferðum er trúverðugleiki þolenda rýrður og ýtt er undir þolendaskömmun. Árið 2012 kærði 16 ára stelpa hópnauðgun í Bandaríkjunum sem fór fyrir dóm og fjölmiðlaumfjöllunin í kringum málið var vægast sagt skaðleg. Umfjöllunin einblíndi á samúð með gerendunum og ól á þolendaskömmun í garð þolanda. Fjölmiðlafólk sagði meðal annars að það væri svo erfitt að horfa upp á líf þessara tveggja drengja vera eyðilagt því þeir áttu svo efnilega framtíð og það alvarlegasta í málinu virtist vera að gerendurnir yrðu skráðir sem kynferðisafbrotamenn. Ýmsir fjölmiðlar lögðu áherslu á að þolandi hafi verið dauðadrukkin þegar henni var nauðgað og það var yfirleitt tekið fram í fyrstu setningum greinanna. Árið 2007 birtist drottningarviðtal við barnaníðinginn Jeffrey Epstein í kjölfar þess að hann var kærður til lögreglu árið 2005 fyrir barnaníð. Í pistlinum var farið fögrum orðum um Epstein en ekki svo fögrum orðum um þolendur hans. Þar var sagt að það væri ekki nema von að ungar stelpur vildu hann því hann væri nú svo fríður og bæri sig svo vel. Einnig var lögð áhersla á að vinir hans töldu að hann hafi orðið fyrir ofsóknum því hann væri svo ríkur. Það var sagt að stelpurnar hafi komið af fúsum og frjálsum vilja og verið samþykkar, hann jú borgaði þeim svo vel, hann væri svo sexy og að fullnægði þeirra þörfum. Í pistlinum má einnig finna klassíska aðferð sem notuð er til að gera þolendur ábyrga, ein af stelpunum hafi sagt Epstein að hún væri 18 ára en var raunverulega 14 ára og það væri nú ekki ólöglegt að sofa hjá 18 ára stelpum ásamt því að fjallað var um hversu tilfinningalega skemmdar þessar ungu stelpur hefðu verið. Þolendur Epstein fengu fyrst einhvern hljómgrunn í heimildaþáttunum Filthy Rich á netflix og Surviving Jeffrey Epstein sem komu út árið 2020, en þættirnir byggja á bók sem kom út árið 2016. Þar stigu meðal annars fram systurnar Maria og Annie Farmer en þær greindu frá því að hafa reynt að stíga fram opinberlega árið 2003 í grein hjá Vanity Fair. Það birtist vissulega grein um Epstein í blaðinu en hvergi var minnst á frásögn þeirra systra. Árið 2011 viðurkenndi blaðakonan sem skrifaði greinina að hún hafi ákveðið að taka sögur systranna úr greininni því hún vissi ekki hverjum hún ætti að trúa. Þær systur voru með fyrstu þolendum Epstein til þess að reyna stíga fram opinberlega og vekja athygli á ofbeldi hans en enginn hlustaði. Umræðan um barnaníð Epstein varð háværari eftir að hann var handtekinn árið 2019 en í mörgum greinum sem hafa verið skrifaðar í kjölfarið má finna skaðleg ummæli um þolendur hans á við “þolandi Epstein vældi í dómsal”, “þegar hún lenti í klónum á honum”, “naktar konur, unglingsstúlkur og nektarmyndir”, “þeim ungu stúlkum sem Epstein stundaði kynlíf með” og svo mætti lengi telja. Þessi orðræða er skaðleg, setur ábyrgðina yfir á þolendur hans, afmennskar þær og dregur úr alvarleika ofbeldisins sem hann beitti. Ef við færum okkur hingað til lands og tökum fyrir mál sem var á allra vörum um árabil getum við skoðað hvernig orðræðan í fjölmiðlum var í kringum þolendur sr. Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups. Árið 1996 steig fram hugrökk kona, Sigrún Pálína heitin. Hún skilaði skömminni til sr. Ólafs og kærði hann til siðanefndar Prestafélagsins fyrir tilraun til nauðgunar. Í kjölfarið stigu fleiri þolendur fram og greindu frá ofbeldinu sem þáverandi biskup hafði beitt þær. Biskup brást við á þá leið að segja að “hið illa gengi ljósum logum”, hið illa verandi að hans sögn þolendur hans en ekki hann sjálfur, há kristilegur maðurinn. Biskup fór einnig hina sívinsælu leið gerenda að kæra þolanda sinn fyrir rógburð. Þrautaganga Sigrúnar Pálínu stóð yfir í áratugi en hún greindi fyrst frá kynferðisbroti sr. Ólafs árið 1979 við þáverandi biskup. Sigrún fékk óþolendavæna útreið innan fjölmiðla á meðan gerandi hennar fékk drottningarviðtal í Kastljósi þar sem hann meðal annars líkti sjálfum sér við Jesús Krist og þær ofsóknir sem Kristur varð fyrir. Sigrúnu var gerður upp illur ásetningur því aldrei myndi prestur og hvað þá biskup brjóta á sóknarbarni sínu. Biskupsstofa fékk arftaka Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, til að véfengja orð þolanda og segja frásögnina ósanna. Það þarf ekki að taka fram það ofbeldi sem meðlimir hópsins hafa orðið fyrir í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð þegar kemur að umfjöllun um kynbundið ofbeldi og þolendur þess. Rannsóknir sýna að það hefur áhrif hvernig fjölmiðlar fjalla um ofbeldi því fólk á það til að skilgreina skoðanir sínar út frá upplýsingum sem þau fá frá fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina dregið upp slæma mynd af þolendum sem verður þess valdandi að almennur borgari sér þolendur á neikvæðan hátt. Rannsóknin Áfallasaga kvenna greinir frá því að konur á öllum aldri hafa orðið fyrir opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum í kjölfar þess að segja frá ofbeldi. Það voru alls 32.811 sem skráðu sig í rannsóknina, 40% þeirra höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni, líkamlegu eða kynferðislegu og 14% af þessum konum voru með áfallastreituröskun. Marktækt þýði sem endurspeglar íslenska kvenþjóð vel. Má þá nefna að þeir aldurshópar sem greindu mest frá opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum voru 26% kvenna á aldrinum 18 – 24 ára og 18% kvenna á aldrinum 25 – 29 ára. Að vera beitt ofbeldi er eitt, að vera í kjölfarið ekki trúað er annað áfall. Það er þá rétt hægt að ímynda sér áfallið þegar þolandi verður síðan fyrir aðför í fjölmiðlum í kjölfar þess að skila skömminni eftir óréttlæti. Samfélagið beitir þolendur ofbeldi, réttarkerfið stendur ekki með þolendum og er oft notað til að beita áframhaldandi ofbeldi. Fjölmiðlar grípa umræðuna og græða á sársauka þolenda með áframhaldandi ofbeldi. Á litla Íslandi eru mörg dæmi um konur sem hafa þurft að flýja land út af viðbrögðum samfélagsins og fjölmiðla sem er mikið áhyggjuefni. Guðný Jóna frá Húsavík varð fyrir miklu aðkasti þar sem samfélagið hóf undirskriftasöfnun sem var síðar meir birt í fjölmiðlum. Ung kona í blóma lífsins sem gerði ekkert annað en að skila skömminni og leita réttar síns eftir að brotið var á henni. Það sem konum er ítrekað sagt að gera en síðan skammaðar og beittar útskúfun fyrir í kjölfarið ef þær voga sér að gera það. Sama má segja um Sigrúnu Pálínu sem á endanum flúði einnig land. Hún gat ekki farið út á meðal almennings án þess að eiga í hættu að verða fyrir áreiti og að vera kölluð hóra. Hún varð fyrir morðhótunum, fólk beið í bílum fyrir utan húsið hennar og hennar biðu endalaus ljót skilaboð á símsvaranum. Ofsóknir í kjölfar þess að hún leitaði réttar síns. Ofsóknir sem fjórða valdið samþykkti og aðstoðaði við að beita. Þessar aðfarir og ofsóknir hafa ekki minnkað í gegnum árin og þolendur finna sig enn í þessum sporum, sérstaklega með komu netmiðla. Miðlar sem halda kommentakerfum sínum opnum og leyfa hatursorðræðu að líðast fyrir smellur og like. Þjáning þolenda borgar reikningana. Það er kominn tími til að þolendur fái sanngjarna og þolendavæna umfjöllun, það er kominn tími til að fjórða valdið taki ábyrgð á geri betur. Síðasti pistillinn í þessari seríu verða leiðbeiningar að þolendavænni umfjöllun. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga. Heimildir: The influence of media on views of gender Rape Culture, Victim Blaming, and the Role of media in the criminal justice system Jeffrey Epstein The first women to report Jeffrey Epstein Filthy rich Umfangsmikill níðhringur Epsteins Myndband af heimili Epsteins Normalization of violence against women Áfallasaga kvenna
Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. 9. apríl 2022 09:01
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun