Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 9. apríl 2022 09:01 Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun