Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:00 Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Bára Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. „Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira