Ákall til ráðamanna heilbrigðismála á Íslandi Anna Rudolfsdóttir skrifar 8. apríl 2022 08:01 Þessum orðum beini ég til þeirra sem hafa með ákvarðanatöku og framkvæmdavald heilbrigðismála á Íslandi að gera, hvort sem um er að ræða Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratrygginga Íslands, Tryggingarstofnunar, stjórnenda Landspítala Háskólasjúkrahúss, velferðasviðs sveitafélaga, eða annara sem hafa getu og vilja til að finna farsæla lausn. Nú er nóg komið, ég get ekki orða bundist lengur. Daglega birtast fréttir um annmarka heilbrigðisþjónustu og skort á úrræðum til að sinna þjónustu þeirra sem að þurfa að reiða sig á hana. Fjallað hefur verið um ungar konur sem þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerðir sem laga sársaukafullt líf og bæta lífsgæði þeirra, sem gera þeim fært að stunda nám og vinnu. Fréttir af fötluðum einstaklingum sem að fá ekki þá þjónustu sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi á heimilum sínum og stunda vinnu og áhugamál, þó svo að þeir þurfi um stundasakir að þiggja læknisþjónustu á spítala. Lenda síðan fastir í kerfinu og komast ekki aftur heim til sín því það er ekki veitt fjármagn til að fá viðeigandi stuðningsþjónustu. Fötluðum einstaklingum sem eru á besta aldri og í blóma lífsins, er komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða því að ekki eru til búsetuúrræði við hæfi fyrir þennan aldurshóp. Börn sem fá ekki greiningar og þjónustu, sem að skipta gífurlega miklu máli fyrir þroska þeirra og framtíð, í námi og félagsfærni, þar sem heilbrigðiskerfið annar ekki eftirspurn. Ekki er hægt að leita lausna einkarekinna aðila, nema að greitt sé úr eigin vasa, háar upphæðir. Ég þekki það af eigin raun. Risavanda Landspítalans sem er að ganga í gegnum erfiðasta tíma faraldursins til þessa og örmagna, ráðþrota starfsfólks sem gerir sitt besta til að hafa í við að sinna þeim sem þess þurfa. Og síðan eru það biðlistarnir, ó já, biðlistarnir eftir að komast í aðgerðir sem bæta lífsgæði fólks og gerir þeim kleift að taka þátt í lífinu og leggja sitt að mörkum til þjóðfélagsins. Mér finnst þetta til háborinnar skammar í nútíma velferðarsamfélagi. Aðalmarkmið þessara skrifa minna er að vekja athygli á stöðu fólks sem eru á biðlistum eftir skurðaðgerðum, og hvort það sé geta og vilji til að leysa þennan brýna vanda nú þegar. Það eru margir í mínum sporum sem bíða að því er virðist endalaust eftir læknismeð. Ég tipla hér á nokkrum atriðum um hvaða áhrif þörf á aðgerð hefur á líf mitt. Ég er 51 árs kona, sem hef þurft á liðskiptiaðgerð að halda á bæði hné frá árinu 2015, en þar sem ég hef verið talin of ung fyrir slíkar aðgerðir, hafa læknar ráðlagt mér að bíða, eins lengi og ég mögulega get, með að fara í full liðskipti. Ég er gift og á 3 stráka sem hafa margvísleg áhugamál sem ég hef lítið getað tekið þátt í vegna alvarlegs skorts á hreyfigetu. Þær stundir sem ég á með sonum mínum og eiginmanni eiga sér stað nánast eingöngu innandyra og þá langoftast á heimilinu. Þó koma upp einstaka viðburðir þar sem ég get tekið þátt í með þeim og þá er það eingöngu sitjandi viðburðir. Við höfum fjarlægst vini okkar að stórum hluta þar sem ég get ekki tekið þátt í félagslífi með góðu móti og það er mjög heftandi fyrir aðstandendur og vini að ég geti ekki fylgt þeim eftir, þó svo að ég er almennt heilsuhraust og gæti hreyft mig fengi ég meina minna bót. Síðustu sjö ár hef ég búið við mikla félagslega einangrun sem hefur virkilega slæm og alvarleg áhrif á geðheilsu mína og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þá skertu lífsgæði sem ég bý við. Síðustu tvö ár hafa verið flestum erfið þar sem fólk hefur ekki getað starfað og leikið sér eins og það er vant. Fyrir mig var breytingin, sem varð í þjóðfélaginu við tilkomu takmarkana heimsfaraldursins, lítil sem engin, ég var einangruð löngu fyrir þann tíma. Þrá mín eftir að geta tekið þátt í lífinu með fjölskyldu og vinum er knýjandi. Ég hef setið þæg og góð bíðandi eftir að að mér kæmi, en nú get ég ekki beðið lengur. Ég fór loksins á biðlista eftir liðskiptiaðgerð í september 2021 og þá var mér tjáð að biðtími væri um 9 mánuðir í það minnsta. Í janúar á þessu ári fæ ég upplýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu um að staða biðlista væru á LSH þá orðnir 11 mánuðir, 9 mánaða bið á Akranesi og 5 mánuðir á Akureyri. Það er þá til viðbótar þeim 4 mánuðum sem ég var búin að bíða. Í svörum frá Landspítala, nú í lok mars er staða biðlista þannig að enn er verið að taka inn sjúklinga sem fóru á biðlista árið 2020. Að þrotum komin bókaði ég aðgerð á Klíníkinni Ármúla, og fékk lagfært annað hnéð. Biðlisti þar var um 6 vikur og það þrátt fyrir að Klíníkinni hafi verið lokað í 3 vikur, og 206 aðgerðum verið frestað, til að létta undir neyðarástandi spítala allra landsmanna. Þar var ég inniliggjandi í 1 1/2 sólarhring þar sem hjúkrun var vel sinnt og ég fékk góða verkjameðferð. Það liggur í augum uppi að þegar neyðarástand ríkir á Landspítala og erfitt er að fullmanna vaktir hjúkrunarfólks, að dvöl mín á spítalanum væri ekki sambærileg á þessum tímapunkti. Ég veit að réttur minn er að fá aðgerð erlendis hafi ég verið lengur en 90 daga á biðlista. Fyrir manneskju sem á erfitt með að ferðast innanlands, eru ferðalög út fyrir landssteinana gríðarlegt álag, þó svo að ég væri keyrð um í hjólastól, til að gera ferðalagið léttara. Ókunnugt land, ókunnugt tungumál, og fylgdarmaður er nauðsynlegur fyrir sjúkling í þessari stöðu. Launatap fylgdarmanns þarf að greiða, og oft ekki sjálfsagt að frítími hans sé aðgengilegur. Þá þyrfti ég að gera ráðstafanir fyrir börnin mín hjá aðstandendum yfir þann tíma sem sjúkrahúsdvöl og ferðalög standa yfir. Erfið ferðalög auka líkur á lífsógnandi fylgikvillum stórra aðgerð s.s. blóðtappamyndun, sem er sérstaklega líkleg eftir flugferðir. Að sitja lengi eftir aðgerð á hné, er eitt það versta sem gert er eftir aðgerð. Það hafa langt í frá allir bakland til að geta farið í slíkar sjúkrahúsdvalir erlendis. Mér hrýs hugur við tilhugsunina um slíkt ferðalag, nógu erfitt var að komast frá Ármúlanum heim til mín. Ég get fengið lagfærð bæði hné mín hér heima á Klínikinni fyrir sama kostnað eða minni í stað annars hnésins erlendis. Alla endurhæfingu fengi ég hér heima líka. Bið eftir aðgerð á hinu hnénu getur haft slæmar afleiðingar fyrir árangur fyrri aðgerðar. Að borga úr eigin vasa stórar upphæðir, eins og 1,2 milljón króna sem kostar að skipta um hnélið, til að lina þjáningar og eiga möguleika á betri lífsgæðum, er algjörlega óásættanlegt í okkar nútíma þjóðfélagi. Slík fjármögnun er stór biti fyrir alla, sérstaklega öryrkja og annarra lífeyrisþega, eins þeirra sem hafa skert fjármagn sökum heilsutaps. Ég get ekki með nokkru móti fengið rökrétta niðurstöðu á því, að aðgerð sem er framkvæmd erlendis og kostar a.m.k. tvöfalda upphæð aðgerðar á einkarekinni sjúkrastofnun eins og Klínikinni, þar sem eru læknar og hjúkrunarfólk á heimsmælikvarða og fullkomin aðstaða til aðgerða, sé hagstæðari kostur , hvorki fyrir sjúkling né þjóðfélagið. Mér finnst það skjóta skökku við að hægt sé að leita á náðir einkarekinna heilsustofnanna til að létta undir neyð spítalans, en ekki hægt að gera samninga við sömu aðila um að stytta biðlista, til að létta undir neyð sjúklinga. Réttindi min sem þjóðfélagsþegn í velmegunarlandi eru fótum troðin og það finnst mér algjörlega óásættanlegt. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá því að vinna sé hafin við að leysa þennan brýna vanda en það getur tekið vikur eða mánuði. Fólk eins og ég, allir þeir fjölmörgu sem þarfnast aðgerða núna, getum hreinlega ekki beðið svo lengi. Ég kalla eftir tafarlausum Iausnum nú þegar. Er möguleiki á að samið verði um afturvirka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands meðan þetta samningaferli stendur yfir? Heilbrigðisstéttir eins og sérfræðilæknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og aðrir hafa verið án samninga við Sjúkratryggingar Íslands, með fjárhagslegu tapi og skorti á þjónustuúrræðum fyrir landsmenn. Það er hreinlega ekki boðlegt né réttlætanlegt að þessum málum hafi ekki verið kippt í liðinn fyrir löngu, að fjármunum ríkisins sé sóað með því að greiða a.m.k. tvöfalt verð fyrir aðgerðir og að fjármagn fari út úr hagkerfi landsins. Það þarf að koma samningum á við einkareknar heilsustofnanir núna strax, á meðan ríkisrekin sjúkrahús eins og Landspítali geta ekki sinnti sinnt sínu hlutverki að sinna brýnum heilsufarsaðgerðum þjóðarinnar. Á hverju hefur strandað í samningum? Sé vilji til staðar, er hægt að leysa þennan alvarlega og íþyngjandi heilbrigðisvanda, með viðunandi lausn fyrir alla. Ég bind miklar vonir við hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, að keyra þetta mál sem fyrst í gegn og að Alþingi láti sig málið varða og þrýsti á um að lausn fáist. Höfundur er á biðlista eftir skurðaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessum orðum beini ég til þeirra sem hafa með ákvarðanatöku og framkvæmdavald heilbrigðismála á Íslandi að gera, hvort sem um er að ræða Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratrygginga Íslands, Tryggingarstofnunar, stjórnenda Landspítala Háskólasjúkrahúss, velferðasviðs sveitafélaga, eða annara sem hafa getu og vilja til að finna farsæla lausn. Nú er nóg komið, ég get ekki orða bundist lengur. Daglega birtast fréttir um annmarka heilbrigðisþjónustu og skort á úrræðum til að sinna þjónustu þeirra sem að þurfa að reiða sig á hana. Fjallað hefur verið um ungar konur sem þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerðir sem laga sársaukafullt líf og bæta lífsgæði þeirra, sem gera þeim fært að stunda nám og vinnu. Fréttir af fötluðum einstaklingum sem að fá ekki þá þjónustu sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi á heimilum sínum og stunda vinnu og áhugamál, þó svo að þeir þurfi um stundasakir að þiggja læknisþjónustu á spítala. Lenda síðan fastir í kerfinu og komast ekki aftur heim til sín því það er ekki veitt fjármagn til að fá viðeigandi stuðningsþjónustu. Fötluðum einstaklingum sem eru á besta aldri og í blóma lífsins, er komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða því að ekki eru til búsetuúrræði við hæfi fyrir þennan aldurshóp. Börn sem fá ekki greiningar og þjónustu, sem að skipta gífurlega miklu máli fyrir þroska þeirra og framtíð, í námi og félagsfærni, þar sem heilbrigðiskerfið annar ekki eftirspurn. Ekki er hægt að leita lausna einkarekinna aðila, nema að greitt sé úr eigin vasa, háar upphæðir. Ég þekki það af eigin raun. Risavanda Landspítalans sem er að ganga í gegnum erfiðasta tíma faraldursins til þessa og örmagna, ráðþrota starfsfólks sem gerir sitt besta til að hafa í við að sinna þeim sem þess þurfa. Og síðan eru það biðlistarnir, ó já, biðlistarnir eftir að komast í aðgerðir sem bæta lífsgæði fólks og gerir þeim kleift að taka þátt í lífinu og leggja sitt að mörkum til þjóðfélagsins. Mér finnst þetta til háborinnar skammar í nútíma velferðarsamfélagi. Aðalmarkmið þessara skrifa minna er að vekja athygli á stöðu fólks sem eru á biðlistum eftir skurðaðgerðum, og hvort það sé geta og vilji til að leysa þennan brýna vanda nú þegar. Það eru margir í mínum sporum sem bíða að því er virðist endalaust eftir læknismeð. Ég tipla hér á nokkrum atriðum um hvaða áhrif þörf á aðgerð hefur á líf mitt. Ég er 51 árs kona, sem hef þurft á liðskiptiaðgerð að halda á bæði hné frá árinu 2015, en þar sem ég hef verið talin of ung fyrir slíkar aðgerðir, hafa læknar ráðlagt mér að bíða, eins lengi og ég mögulega get, með að fara í full liðskipti. Ég er gift og á 3 stráka sem hafa margvísleg áhugamál sem ég hef lítið getað tekið þátt í vegna alvarlegs skorts á hreyfigetu. Þær stundir sem ég á með sonum mínum og eiginmanni eiga sér stað nánast eingöngu innandyra og þá langoftast á heimilinu. Þó koma upp einstaka viðburðir þar sem ég get tekið þátt í með þeim og þá er það eingöngu sitjandi viðburðir. Við höfum fjarlægst vini okkar að stórum hluta þar sem ég get ekki tekið þátt í félagslífi með góðu móti og það er mjög heftandi fyrir aðstandendur og vini að ég geti ekki fylgt þeim eftir, þó svo að ég er almennt heilsuhraust og gæti hreyft mig fengi ég meina minna bót. Síðustu sjö ár hef ég búið við mikla félagslega einangrun sem hefur virkilega slæm og alvarleg áhrif á geðheilsu mína og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þá skertu lífsgæði sem ég bý við. Síðustu tvö ár hafa verið flestum erfið þar sem fólk hefur ekki getað starfað og leikið sér eins og það er vant. Fyrir mig var breytingin, sem varð í þjóðfélaginu við tilkomu takmarkana heimsfaraldursins, lítil sem engin, ég var einangruð löngu fyrir þann tíma. Þrá mín eftir að geta tekið þátt í lífinu með fjölskyldu og vinum er knýjandi. Ég hef setið þæg og góð bíðandi eftir að að mér kæmi, en nú get ég ekki beðið lengur. Ég fór loksins á biðlista eftir liðskiptiaðgerð í september 2021 og þá var mér tjáð að biðtími væri um 9 mánuðir í það minnsta. Í janúar á þessu ári fæ ég upplýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu um að staða biðlista væru á LSH þá orðnir 11 mánuðir, 9 mánaða bið á Akranesi og 5 mánuðir á Akureyri. Það er þá til viðbótar þeim 4 mánuðum sem ég var búin að bíða. Í svörum frá Landspítala, nú í lok mars er staða biðlista þannig að enn er verið að taka inn sjúklinga sem fóru á biðlista árið 2020. Að þrotum komin bókaði ég aðgerð á Klíníkinni Ármúla, og fékk lagfært annað hnéð. Biðlisti þar var um 6 vikur og það þrátt fyrir að Klíníkinni hafi verið lokað í 3 vikur, og 206 aðgerðum verið frestað, til að létta undir neyðarástandi spítala allra landsmanna. Þar var ég inniliggjandi í 1 1/2 sólarhring þar sem hjúkrun var vel sinnt og ég fékk góða verkjameðferð. Það liggur í augum uppi að þegar neyðarástand ríkir á Landspítala og erfitt er að fullmanna vaktir hjúkrunarfólks, að dvöl mín á spítalanum væri ekki sambærileg á þessum tímapunkti. Ég veit að réttur minn er að fá aðgerð erlendis hafi ég verið lengur en 90 daga á biðlista. Fyrir manneskju sem á erfitt með að ferðast innanlands, eru ferðalög út fyrir landssteinana gríðarlegt álag, þó svo að ég væri keyrð um í hjólastól, til að gera ferðalagið léttara. Ókunnugt land, ókunnugt tungumál, og fylgdarmaður er nauðsynlegur fyrir sjúkling í þessari stöðu. Launatap fylgdarmanns þarf að greiða, og oft ekki sjálfsagt að frítími hans sé aðgengilegur. Þá þyrfti ég að gera ráðstafanir fyrir börnin mín hjá aðstandendum yfir þann tíma sem sjúkrahúsdvöl og ferðalög standa yfir. Erfið ferðalög auka líkur á lífsógnandi fylgikvillum stórra aðgerð s.s. blóðtappamyndun, sem er sérstaklega líkleg eftir flugferðir. Að sitja lengi eftir aðgerð á hné, er eitt það versta sem gert er eftir aðgerð. Það hafa langt í frá allir bakland til að geta farið í slíkar sjúkrahúsdvalir erlendis. Mér hrýs hugur við tilhugsunina um slíkt ferðalag, nógu erfitt var að komast frá Ármúlanum heim til mín. Ég get fengið lagfærð bæði hné mín hér heima á Klínikinni fyrir sama kostnað eða minni í stað annars hnésins erlendis. Alla endurhæfingu fengi ég hér heima líka. Bið eftir aðgerð á hinu hnénu getur haft slæmar afleiðingar fyrir árangur fyrri aðgerðar. Að borga úr eigin vasa stórar upphæðir, eins og 1,2 milljón króna sem kostar að skipta um hnélið, til að lina þjáningar og eiga möguleika á betri lífsgæðum, er algjörlega óásættanlegt í okkar nútíma þjóðfélagi. Slík fjármögnun er stór biti fyrir alla, sérstaklega öryrkja og annarra lífeyrisþega, eins þeirra sem hafa skert fjármagn sökum heilsutaps. Ég get ekki með nokkru móti fengið rökrétta niðurstöðu á því, að aðgerð sem er framkvæmd erlendis og kostar a.m.k. tvöfalda upphæð aðgerðar á einkarekinni sjúkrastofnun eins og Klínikinni, þar sem eru læknar og hjúkrunarfólk á heimsmælikvarða og fullkomin aðstaða til aðgerða, sé hagstæðari kostur , hvorki fyrir sjúkling né þjóðfélagið. Mér finnst það skjóta skökku við að hægt sé að leita á náðir einkarekinna heilsustofnanna til að létta undir neyð spítalans, en ekki hægt að gera samninga við sömu aðila um að stytta biðlista, til að létta undir neyð sjúklinga. Réttindi min sem þjóðfélagsþegn í velmegunarlandi eru fótum troðin og það finnst mér algjörlega óásættanlegt. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá því að vinna sé hafin við að leysa þennan brýna vanda en það getur tekið vikur eða mánuði. Fólk eins og ég, allir þeir fjölmörgu sem þarfnast aðgerða núna, getum hreinlega ekki beðið svo lengi. Ég kalla eftir tafarlausum Iausnum nú þegar. Er möguleiki á að samið verði um afturvirka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands meðan þetta samningaferli stendur yfir? Heilbrigðisstéttir eins og sérfræðilæknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og aðrir hafa verið án samninga við Sjúkratryggingar Íslands, með fjárhagslegu tapi og skorti á þjónustuúrræðum fyrir landsmenn. Það er hreinlega ekki boðlegt né réttlætanlegt að þessum málum hafi ekki verið kippt í liðinn fyrir löngu, að fjármunum ríkisins sé sóað með því að greiða a.m.k. tvöfalt verð fyrir aðgerðir og að fjármagn fari út úr hagkerfi landsins. Það þarf að koma samningum á við einkareknar heilsustofnanir núna strax, á meðan ríkisrekin sjúkrahús eins og Landspítali geta ekki sinnti sinnt sínu hlutverki að sinna brýnum heilsufarsaðgerðum þjóðarinnar. Á hverju hefur strandað í samningum? Sé vilji til staðar, er hægt að leysa þennan alvarlega og íþyngjandi heilbrigðisvanda, með viðunandi lausn fyrir alla. Ég bind miklar vonir við hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, að keyra þetta mál sem fyrst í gegn og að Alþingi láti sig málið varða og þrýsti á um að lausn fáist. Höfundur er á biðlista eftir skurðaðgerð.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun