Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 10:35 Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason þurfa ekki að brjóta sparibaukinn á næstunni. Samsett Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna. Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna.
Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16