Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 14:22 Davíð Helgason hyggst nýta auðæfi sín í að fjárfesta í loftslagslausnum. Aðsend Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14