Emilía Hugrún söng lagið I'd rather go blind eftir Ettu James með slíkum tilþrifum að sigurinn varð hennar. Telja má líklegt að íbúar í Þorlákshöfn hafi fagnað sigrinum vel í kvöld enda Emilía hetja bæjarins í kvöld.
Emilía tryggði sér þátttökuréttinn með sigri í skólakeppninni hjá FSu fyrir tveimur vikum.
Rakel Björgvinsdóttir úr Menntaskólanum í tónlist hafnaði í öðru sæti með lagið No Time to Die
Þorsteinn Helgi Kristjánsson úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja hafnaði í þriðja sæti en hann flutti lagið 70MPH. Þorsteinn hafnaði einmitt í öðru sæti í keppninni í fyrra.