Hver er glæpur forsetans? Signý Jóhannesdóttir skrifar 31. mars 2022 17:30 Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun