Frían mat í grunnskóla Kópavogs Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 07:31 Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Sjá meira
Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun