Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var virkilega ánægður eftir mikilvægan sigur Tindastóls í kvöld. vísir/bára „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld. Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55